Skilmálar

S E N D I N G A R K O S T N A Ð U R

Innanlands: Sendum FRÍTT um allt land!

Erlendis : 2000 kr

 

A F H E N D I N G A R M Á T I

Vara er ekki sett í póst fyrr en greiðsla hefur borist.

Allar vörur eru sendar með Íslandspósti og er afhendingartíminn að jafnaði um 1-3 virkir dagar.

Einnig er hægt að panta vörur í netverslun og sækja þær í verslun SHE, Garðastræti 2, 101 Rekjavík á opnunartíma búðarinnar.

Í einstaka tilfellum getur komið fyrir að vara sé uppseld en þá er haft samband við viðskiptavin í síma eða með tölvupósti.

Hafi greiðsla ekki borist innan sólarhrings áskilur seljandi sér rétt til að aflýsa pöntuninni.

 

G R E I Ð S L U M Ö G U L E I K A R

Hægt er að greiða fyrir vöru með millifærslu eða með kreditkorti.

Millifærsla : Sé greitt með millifærslu skal leggja upphæð inn á reikning madebySHE ehf, kt. 480311-1320, reikningsnúmer: 0512-26-1551.  Athugið að senda staðfestingu á netfangið she@madebySHE.is um leið og greiðsla er framkvæmd.

Kreditkort : Kreditkortaviðskipti fara öll fram í gegnum örugga greiðslugátt Borgunar en Borgun afhendir kortaupplýsingar aldrei þriðja aðila.

Símgreiðsla : Einnig er hægt að gera símgreiðslu en þá þarf að hafa samband við verslunina í S: 659-8999

 

V E R Ð

Öll verð í netverslun eru í íslenskum krónum og með virðisaukaskatti.

Virðisaukaskattur dregst frá ef varan er send út fyrir Ísland en viðskiptavinir búsettir erlendis gætu þó þurft að greiða tolla og eða önnur gjöld.

Vinsamlegast athugið að öll verð í netverslun geta breyst án fyrirvara

 

S K I L A F R E S T U R

Skilafrestur er 14 dagar frá pöntun þegar pantað er í gegnum netverslun og er þá hægt að skipta í aðra vöru eða fá endurgreitt með því að sýna kassakvittun. Athugið að ekki er hægt að skila né skipta vöru sem keypt er á útsölu.

Til þess að hægt sé að skila vöru þá þarf varan að vera algjörlega ónotuð, í upprunalegu útliti og með öllum miðum á.

Hægt er að senda okkur vöruna í pósti eða koma með hana í verslun okkar í Garðastræti 2 á opnunartíma.

Sendingarkostnaður er ekki endurgreiddur nema um galla sé að ræða.

Inneignarnótur er ekki hægt að nota á útsölu.

Garðastræti 2

+354 663-1980

Opið 1.-3.feb frá 12-18 og síðasti dagur í Garðastræti 2 er lau 4.feb (opið 13-16)